UM GEOSILICA

Fida Abu Libdeh, Framkvæmdastýra GeoSilica

Fida kom til Íslands frá Palestínu sem unglingur með stóra drauma og mikinn metnað. Ásamt teymi sínu stofnaði hún GeoSilica árið 2012. Þau byrjuðu fyrirtækið með ekkert fjármagn, en nóg af ástríðu og metnað til að ná árangri. Hún fékk innblástur af hrárri orku og hreinleika Íslands. Það er viðmið GeoSilica við þróun, bestu mögulegu hráefni og öflug áhrif. 

GeoSilica þróar náttúruleg íslensk fæðubótarefni sem endurnýja líkaman að innan. Með því að nota okkar einstöku framleiðsluaðferð og steinefni sem finnast í eldvirkri jörð Íslands getum við framleitt 100% náttúrulegar og hreinar vörur. 

GeoSilica hefur þróað og sett á markað alls 5 vörur. Upprunalega varan er PURE, fyrsta vara fyrirtækisins á markað árið 2015, inniheldur 100% náttúrulegan kísil og hreint íslenskt vatn.

GILDI GEOSILICA

NÁTTÚRULEGT - Allar okkar vörur eru hreinar, náttúrulegar og framleiddar á sjálfbæran hátt. Við trúum á freiðslu og þróun vara með fullri viðringu fyrir umhverfinu. Að sækja steinefni djúpt úr iðrum jarðar og að skila eftir sem allra minnsta fótspor á meðan því stendur.

ENDURNÝJUN - Endurnýjun er mælikvarði á allri GeoSilica vörulínunni. Hvort sem það sé að gera við það sem hlotið hefur skaða eða knýja fram náttúrulega fegurð með því að meðhöndla líkama okkar innan frá. Við styrkjum þig líkamlega ásamt því að róa þig andlega við heildræna endurnýjun bæði líkama og huga.

ÍSLENSKT - GeoSilica er í eðlil sínu tengt Íslandi og þeim einstöku jarðfræðilegu aðstæðum sem hér er að finna. Íslandi býr yfir mikilli jarðvarmaorku sem gerir okkur kleirft að sækja náttúrulegan kísil úr jarðveginum. Það er ríkt í Íslenskri menningu að lifa heilbrigðum lífstíl og það er það sem hvatti okkur til að hefja þróun.

  

NÝSKÖPUN - Við höfum alltaf viljað teygja okkur lengar en það sem talið er mögulegt innan okkar iðnaðar. GeoSilica er stofnað á grunni okkar einstaka framleiðsluferlis GeoStep. Eftir margra ára rannsóknir komumst við á þann stað sem við erum núna. Við munum þó alvallt halda áfram að bæta okkur og sættum okkur aldrei við neitt sem er minna en það sem telst byltingarkennt hverju sinni.