REYNSLUSÖGUR

Viðskiptavinir GeoSilica er fjölbreyttur hópur fólks, ungir sem eldri. Hver og einn hefur þó ólíkar þarfir, allt frá því að vera með heilsufarsleg vandamál, viðhald á líkama eða til þess að kalla fram það besta í fari hvers og eins. Viðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um gæði vörunnar, hreinleika hennar og hágæða innihldsefni þegar þeir kjósa að næra líkama sinn með GeoSilica. Lestu hvað viðskiptavinir okkar hafa að segja um vörurnar okkar hér að neðan!

 

 

HELGA

Notar RECOVER fyrir vöðva og taugar

"Ég hef verið að nota RECOVER síðan haustið 2018. Ég átti það til að krampa mikið á meðan ég hljóp, það endaði þannig að ég þurfti að taka mánaðar hlé frá hlaupum. Síðan ég byrjaði að taka RECOVER hafa kramparnir hætt að koma.".

 

SIGRÍÐUR

Notar PURE og RECOVER fyrir almenna endurnýjun líkamans

Hef prufað tvær tegundir, grunnvöruna og svo þessa með magnesíum til viðbótar. Báðar góðar, sú fyrri hentar mér betur því mér finnst hún betri á bragðið. Fann mjög fljótt mun á hári og nöglum (ca. 10 dagar) - það er einmitt ástæðan fyrir því að ég keypti vörurnar.

 

REGÍNA

Notar REPAIR fyrir liði og bein

"Ég keypti þetta til að athuga hvort að ég myndi losna við liðverki sem voru að trufla mig. Ég datt heldur betur í lukkupottinn. Það voru ekki aðeins liðverkirnir sem hurfu heldur urðu neglurnar mínar miklu betri og hárið mitt þykknaði lika."

 


DOLORES MARY 

 

 

Notar REPAIR fyrir liði og bein

"Frábær vara! Ég myndi mæla með REPAIR fyrir alla. Ég var með brotin bein útum allan líkama eftir bílslys. REPAIR hefur hjálpað mér gríðarlega og ég sé mikinn mun á sjálfri mér!".

ANNA JÓRUNN

Notar RENEW fyrir hár, húð og neglur

"Ég tek RENEW fyrir hár, húð og neglur. Varan hefur hjálpað mér að fást við exem og hárlos. Ég get ekki verið án hennar".

KATRÍN RUT

Notar PURE fyrir endurnýjun líkamans 

"Þessar vörur er ótrúlegar. Ég missti allt hárið á mér fyrir ári síðan vegna sjálfsofnæmis en hárið óx aftur þökk sé GeoSilica PURE vörunni".